Áfanginn miðar að því að þjálfa nemendur í að tileinka sér sérhæfðari orðaforða tengdum þeim fræðisviðum sem þeir hafa hug á að leggja fyrir sig í háskólanámi. Meginviðfangsefni áfangans eru því þjálfun í fræðilegum orðaforða og vinnubrögðum. Miklar kröfur eru gerðar um frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum nemenda.
10 einingar á 2.þrepi eða þá að nemandi hafi sýnt fram á framúrskarandi árangur í tungumálanámi
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
sérhæfðari fræðilegum textum sem tengjast áhugasviði nemenda
helstu aðferðum við að skipuleggja og skrifa fræðilegan texta á ensku
lestraraðferðum tengdum fræðitextum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nota tungumálið á sveigjanlegan og árangursríkan máta
greina, þekkja, og vinna úr sérhæfðum fræðitextum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
viðhafa sjálfstæði í vinnubrögðum
geta lesið í merkingu og lagt gagnrýnið mat á flóknari og sérhæfðari fræðitexta
skrifa akademískar ritgerðir án vandkvæða
Leiðsagnar- og símat. Munnlegt og skriflegt lokaverkefni.