Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1459937239.67

    Enskar bókmenntir og yndislestur
    ENSK3YN05
    134
    enska
    yndislestur
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Áfanginn gengur út á að nemendur lesi enskan texta sér til ánægju og yndisauka. Í stað tímasóknar er lögð áhersla á sjálfstæð vinnubrögð nemenda þar sem þeir nýta tímann til lesturs og verkefnavinnu sem tengist textanum.
    10 einingar í ensku á 2. þrepi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mismunandi tegundum bókmennta
    • enskum bókmenntum og samfélaginu eins og það birtist í bókmenntum
    • orðaforða sem gerir honum kleift að tileinka sér með góðu móti lesefni í áframhaldandi námi eða starfi
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa sér til gagns og gamans bókmenntatexta
    • skilja meginefni óstytts bókmenntatexta
    • vnna með nýjan orðaforða
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tjá sig á ensku um efni sem hann hefur kynnt sér til hlýtar
    • átta sig á samfélagslegri skírskotun og ná duldum boðskap og hugmyndum
    • tjá rökstudda afstöðu og taka þátt í málefnalegri umræðu um bókmenntir
    Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.