Farið er yfir sögu tölvutækninnar þ.á.m. forritunarmála. Nemendur lesa sér til um byggingu tölvunnar, helstu vélarhluta og hvernig þeir virka
Farið verður yfir efni um minni, gögn og mismunandi tegundir hugbúnaðar.
Nemendur fá undirstöðuþjálfun í forritun. Nemendur læra að skrifa hefðbundin forrit sem keyra í textaham. Forritunarmál eru að miklu leyti á ensku þannig að áfanginn mun leggja áherslu á að auka bæði hagnýtan og faglegan orðaforða nemenda.
Einnig verður lögð áhersla á að nýta bæði tölvur, internetið, og leitarvélar til gagns.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Hvernig tölvur virka
Hvað internetið er og hvernig það virkar
Grunn hugmyndum um hvað forritunarmál er
Hvað leitarvél er og hvernig þær virka
Python forritunarmálinu
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Nýta tölvur sem verkfæri en ekki leikfang
Nýta internetið og leitarvélar til gagns
Nýta sér forritunarmál til gagns
Skapa forrit með Python forritunarmálinu
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Skapa reikniverk, reiknilíkön, og önnur forrit með því að nýta forritunarmál
Geta tekið þátt í formlegum og óformlegum samskiptum varðandi tæknitengd málefni
Geta tekið þátt í formlegum og óformlegum samskiptum varðandi forritun
Eiga auðvelt með að finna sérhæfðar upplýsingar, skjöl, og gagnabanka á internetinu
Búa til eigið forrit eða frumgerð að eigin forriti
Leiðsagnar- og símat sem byggist á verkefnavinnu nemenda.