Kynnt eru grundvallaratriði íslenskrar stjórnskipunar og réttarkerfis. Áhersla er lögð á kynningu á lögum og reglum sem tengjast viðskiptalífinu s.s. samninga og kröfurétt, lausafjár- og fasteignakaup, mismunandi rekstrarform, samkeppnismál og vinnurétt. Áfanginn miðar að því að gefa nemendum innsýn í umfang löggjafar á þessu sviði og þekki helstu meginreglur hennar. Stutt umfjöllun um sifja- og erfðarétt.
ÍSLE2BM05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
grunnatriðum lögfræðinnar
grundvallaratriðum í réttarfari, fræðilegri uppbyggingu og forsendum lagaréttar
réttarheimildum
íslenskri stjórnskipan
mannréttindarkafla íslensku stjórnarskrárinnar
meginreglum íslensks réttarfars og helstu farvegi mála í gegn um dómstóla og aðrar stofnanir réttarkerfisins svo sem greiðslustöðvun, nauðasamninga og gjaldþrotaskipti
helstu hugtökum sem lúta að réttindum og skyldum þjóðfélagsþegna
almennum reglum sem varða samninga, umboð og aðra löggerninga
lögum og réttarreglum um lausafjárkaup og fasteignakaup
helstu lögum og réttarreglum er varða kröfur og skuldbindingar
helstu lögum og réttarreglum er varða sifja-, erfða og barnarétt
helstu réttindum og skyldum aðila á vinnumarkaði
helstu lögum um stéttarfélög og vinnudeilur
mismunandi rekstarformum í atvinnurekstri hvað snertir ábyrgð eigenda og fleira
lögum og reglum um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
greina og setja fram rökstudda lausn við lögfræðilegum álitamálum sem sett eru fram í raunhæfum dæmum
flokka kröfuhafa gjaldþrotabús í skuldaröð
skipta upp búi við skilnað samkvæmt reglum um hjónaskilnað, helmingaskipti og séreignir
gera upp dánarbú samkvæmt íslenskum erfðareglum
hagnýta sér netið til öflunar hagfræðilegra upplýsinga
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
útskýra mikilvægi lögfræðinnar fyrir einstakling, fyrirtæki og samfélag
leysa raunhæf lögfræðileg dæmi
lesa og hlusta á umræður um lögfræðileg málefni með skilningi
tjá sig í ræðu og riti um lögfræðileg málefni
beita upplýsingatækni við öflun upplýsinga og lausn verkefna
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.