Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur öðlist almenna undirstöðuþekkingu og þjálfun í teiknifræðum. Áfanginn skiptist í tvo meginefnisþætti. Í fyrri efnisþætti er fjallað um fallmyndun en í þeim seinni um ásmyndun og fríhendisteikningu. Í áfanganum er gert ráð fyrir að nemendur öðlist færni í meðferð og notkun mæli- og teikniáhalda, myndrænni vinnu með viðfangsefni starfsgreina, lestri teikninga og fái grunnþjálfun í gerð vinnuteikninga og þrívíðra rissteikninga. Áfanginn er undirbúningur fyrir áframhaldandi nám í teiknifræðum og lestri vinnuteikninga.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
undirstöðu í almennum teiknifræðum
lestri teikninga
gerð vinnuteikninga
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
útskýra viðfangsefni í formi fríhendisteikninga
nota teikni- og önnur mæliáhöld við gerð vinnuteikninga
lesa teikningar
þjálfist í að hugsa af nákvæmni um og vinna myndrænt með viðfangsefni starfsgreina, svo sem á sviði hönnunar og iðngreina
miðla upplýsingum með tæknilegum teikningum
gera einfaldar tæknilegar vinnuteikninga
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
hefja nám í fagbundnu teikninámi og öðru fagnámi, svo sem á sviði hönnunar og iðngreina
hefja nám í fagbundnu teikninámi og öðru fagnámi, svo sem á sviði hönnunar og iðngreina
skipuleggja, árita og ganga frá einföldum tæknilegum teikningum og miðla upplýsingum á skilvirkan hátt
hefja frekara nám í teiknifræðum
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá