Í þessum áfanga eru stjórnmál og stjórnmálafræði viðfangsefnið. Umfjöllunarefnin í áfanganum eru stjórnskipun, stjórnsýsla, lýðræði og mannréttindi, hugmyndafræði, stjórnmálastefnur, stjórnmálasaga og stjórnmálafræðin sem fræðigrein.
Markmið áfangans er að efla þekkingu, skilning og hæfni nemenda til að greina og vinna með mikilvæg hugtök og kenningar stjórnmála og stjórnkerfis á hagnýtan hátt og sjá þannig um leið tengsl stjórnmála og samfélags.
FÉLA2KR05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hugtökum, kenningum, viðfangsefnum og aðferðum greinarinnar.
mismunandi sjónarhornum á samfélagsleg gildi og siðferði.
þýðingu lýðræðis og mismunandi gerðum þess.
þýðingu greinarinnar fyrir upplýsta samfélagslega umræðu og gagnrýna hugsun.
möguleikum til að hafa áhrif á líf sitt og umhverfi.
réttindum og skyldum í samfélaginu.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
beita kenningum á viðfangsefni greinar og við lausn hagnýtra verkefna.
skrifa texta sem byggja á ítarlegri heimildaöflun og úrvinnslu gagna.
setja viðfangsefni fram á skýran, aðgengilegan og fjölbreyttan hátt
beita skilvirkum vinnubrögðum, frumkvæði og samvinnu við nám og störf.
verja rökstudda afstöðu sína.
taka þátt í umræðu og greina samfélagsleg málefni á gagnrýninn hátt.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
taka þátt í málefnalegum umræðum sem metið er með hópverkefnum og kynningum.
rökræða skoðanir annarra á yfirvegaðan og fordómalausan hátt sem metið er með hópverkefnum og kynningum.
útskýra viðhorf fólks á ýmsum stöðum og tímum sem metið er með verkefnum, prófum og kynningum.
efla siðferðilega dómgreind sína sem metið er með dagbókum.
lesa upplýsingar og efni fjölmiðla á gagnrýninn hátt sem metið er með verkefnavinnu.
vega og meta áhrif umhverfis, sögu og menningar á eigin sjálfsmynd sem metið er með verkefnum og ritgerðum.
skýra samspil mannréttinda og samfélagslegra skyldna sem metið er með verkefnum og kynningum.
sýna frumkvæði í verkum sínum og samskiptum sem metið er með þátttöku í hópvinnu og umræðum í tímum.
auka framtíðarmöguleika sína í áframhaldandi námi eða starfi og daglegum viðfangsefnum.