Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1460323620.21

    Evrópski tungumálaramminn, stig b2. Bókmenntir og orðaforði
    ENSK3OB05
    137
    enska
    bókmenntir, orðaforði, stig b2 í evrópska tungumálarammanum
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Kröfur áfangans samsvara hæfnisþrepi B2 í evrópska tungumálarammanum. Í áfanganum er lögð áhersla á að þjálfa grunnþætti tungumálanáms, þ.e. lestur, tal, ritun og hlustun. Meginmarkmið er að byggja upp fræðilegan orðaforða nemenda og þjálfa þá í ritun.
    ENSK2EV05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • lestri sérvaldra, óstyttra bókmenntatexta og orðaforða sem þeim tengjast
    • uppbyggingu mismunandi bókmenntatexta, blaðagreina og fræðigreina
    • lestri ýmissa texta, svo sem fræðigreina með tilliti til orðaforða
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Skilja og greina bókmenntatexta, munnlega og skriflega, og ýmsa undirliggjandi þætti í þeim með því að beita flóknari setningum
    • skrifa mismunandi texta, s.s. ritgerðir, útdrætti og og geta haldið uppi rökum fyrir sérvöldum efnum
    • tjá sig á góðri ensku um sérvalin málefni
    • skilja erfiðari sérhæfðan orðaforða vísinda-, og námsgreina
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • gera grein fyrir eigin skoðun og annarra, m.a. með því að greina afstöðu höfunda texta
    • geta áttað sig á dýpri merkingu texta og tekið þátt í skoðanaskiptum um málefni sem eru í fréttum
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá