Að nemendur átti sig á stöðu kynjanna í samfélaginu, geti skoðað eigið líf út frá kynjasjónamiðum og áttað sig á birtingarmyndum ójafnréttis í samfélaginu. Nemendur geri sér grein fyrir kynjamismunun út frá ýmsum þáttum, t.d. auglýsingum, stjórnmálum, klámvæðingu, ofbeldi, launamun, o.fl. Nemendur eiga einnig að átta sig á hugtakinu jafnrétti í sinni víðustu mynd og hvernig ójöfnuður, annar en kynjamunur, getur birst í samfélaginu
FÉLA1BY05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu hugtökum jafnréttismála
birtingarmyndum kynjaskekkju í nærsamfélagi
birtingarmyndum kynjaskekkju frá alþjóðlegu sjónarhorni
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
beita hugtökum kynjafræði á ólíkar aðstæður
meta jafnrétti út frá menningarlegum gildum samfélagsins
rýna í menningu og átta sig á stöðu kynjanna eins og hún birtist þar
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skilja helstu orsakir kynjaskekkjunnar samkvæmt hugmyndum kynjafræðinnar
geta tengt menningu samfélagsins, gildi og verðmæti við eigið líf
ígrunda viðhorf sín
setja sig í spor annarra
dýpka skilning á félagsheiminum sem hann býr í
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá