Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1460382984.8

    Inngangur að félagsvísindum
    INNF1IF05
    4
    inngangur að félagsvísindum
    inngangur að félagvísindum
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Áfanginn er undirbúningur að námi í félagsvísindum. Áfanginn samþættir sálarfræði, félagsfræði, heimspeki, stjórnmálafræði og uppeldis- og menntunarfræði og er undanfari annarra áfanga í félagsvísindum. Aðferðafræði greinanna er kynnt. og grunnhugtökum í þessum greinum. Áhersla er á að nemendur vinni með öðrum og fjalli um efnið út frá eigin forsendum og byggi á fyrri þekkingu og reynslu. Lögð er áhersla á að nemendur temji sér vinnubrögð sem notuð eru í félagsvísindum. Kennsluaðferðir sem notaðar eru í áfanganum eru til dæmis umræður og verkefnavinna þar sem ýmist er um að ræða einstaklings- og hópverkefni. Reynt er að tengja námsefni áfangans sem best við raunverulegar aðstæður. Nemendur afla upplýsinga eftir fjölbreyttum leiðum og fá þjálfun í að meta eigið vinnuframlag og annarra.
    Enginn
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • viðfangsefnum og hugtökum félagsvísinda.
    • helstu aðferðum félagsvísinda.
    • þeim félagslegu festum sem hafa áhrif á líf hans til dæmis, fjölskyldan, trúarbrögð, menntun, efnahagskerfið og vísindi.
    • hvernig hann getur haft áhrif á félagslegar stofnanir.
    • réttindum og skyldum hans gagnvart samfélaginu.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa og skilja umfjöllun um félagsfræðileg mál
    • beita algengustu hugtökum félagsvísinda á skýran og skilmerkilegan hátt.
    • tjá sig í ræðu og riti um samfélagsleg málefni.
    • afla fjölbreyttra gagna og skrifa heimildaritgerð og afla fjölbreyttra gagna.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tjá sig skipulega og gagnrýnið um einstaka efnisþætti
    • geta rökrætt ýmis álitamál sem eru efst á baugi í samfélaginu.
    • afla sér upplýsinga, greina helstu atriði þeirra og hagnýta sér þær
    • geti beitt öguðum vinnubrögðum, tekið ábyrgð á eigin námi og unnið í samvinnu við aðra.
    • hafa gagnrýnið viðhorf og beita fjölbreyttum vinnubrögðum við vinnslu tölfræðilegra gagna
    • beita algengustu hugtökum félagsvísinda á skýran og skilmerkilegan hátt
    • geti hagnýtt sér Netið til að afla sér þekkingar um félagsfræðileg viðfangsefni
    • tjá sig skipulega og gagnrýnið um samfélagsleg álitamál
    • geta sett sig í spor annarra.
    Leiðsagnarmat