Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1460384760.7

    Kenningar og rannsóknaraðferðir
    FÉLA2KR05
    73
    félagsfræði
    kenningar og rannsóknaraðferðir
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er fjallað um frumkvöðla félagsfræðinnar og kynntar helstu kenningar og rannsóknaraðferðir greinarinnar. Tengsl einstaklinga og samfélags eru skoðuð og greind í ljósi ólíkra kenninga. Í áfanganum er farið yfir vítt svið félagsfræðinnar og nemendur fá þjálfun í að beita félagsfræðilegu innsæi við túlkun á samfélaginu, bæði almennt og á tiltekin viðfangsefni. Bornar verða saman eigindlegar og megindlegar rannsóknir og tengsl þeirra við kenningar. Nemendur fá þjálfun í að beita rannsóknaraðferðum og fylgja vísindalegu rannsóknarferli þar sem áhersla verður lögð á aðferðafræðileg og siðferðileg vandamál tengd rannsóknum í félagsvísindum. Meginmarkmið áfangans er að auka áhuga, þekkingu og skilning nemenda á kenningum og rannsóknaraðferðum til þess að þeir verði færir um að meta, taka afstöðu til og fjalla á gagnrýninn hátt um rannsóknir félagsvísindamanna. Nemendur eiga síðan einnig að geta beitt þessum vísindalegu aðferðum í rannsóknarvinnu sinni.
    Inngangur að félagsvísindum INNF1IF05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • kenningarsjónarhornum félagsfræðinnar; samskipta-, samvirkni- og átakakenningum
    • megindlegum og eigindlegum rannsóknaraðferðum
    • helstu hugtökum félagsfræðinnar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • tengja saman rannsóknarniðurstöður og kenningar
    • beita kenningum á mismunandi viðfangsefni
    • beita hugtökum á mismunandi viðfangsefni
    • beita rannsóknaraðferðum á mismunandi viðfangsefni
    • taka fræðilega afstöðu til samfélagslegra álitamála
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skoða félagsleg viðfangsefni með mismunandi kenningarlegum gleraugum
    • geta lagt mat á rannsóknir í félagsvísindum
    • leggja mat á hvaða rannsóknaraðferðir henta best á ólík rannsóknarefni og við misjafnar aðstæður
    • geta metið sitt eigið vinnuframlag og annarra
    • geta sett fram efni sitt í máli og riti af kunnáttu, yfirvegaðan hátt og leikni
    Leiðsagnarmat