Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1460389409.82

    Grunnáfangi í líffræði
    LÍFF2GR05
    75
    líffræði
    grunnáfangi í líffræði fyrir náttúruvísindabraut
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum verður fjallað um eftirfarandi efnisþætti: Líffræðin sem vísindagrein, einkenni og efni lífvera, bygging og starfsemi frumna, orka og efnaskipti (einkum frumuöndun og ljóstillífun), þróun lífsins, flokkun lífvera og samspil manns og náttúru (kynning á vistfræði). Nemendur fá einnig kynningu á lífeðlisfræði plantna, dýra og manna.
    Hæfnieinkunn C í náttúrufræði úr grunnskóla
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • byggingu, starfsemi, orkubúskap, flokkun og þróun lífvera
    • grundvallaratriðum í lífeðlisfræði plantna, dýra og manna og samspili lífvera
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota smásjár og víðsjár
    • greina lífverur með handbókum/greiningarlyklum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tengja undirstöðuþekkingu í líffræði við daglegt líf og umhverfi og sjá notagildi hennar
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá