Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1460389893.55

    Efnatengi, hraði og orka
    EFNA2EH05
    62
    efnafræði
    2. áfangi í efnafræði á náttúruvísindabraut, efnatengi, hraði og orka
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í þessum áfanga er haldið áfram með grunnatriði efnafræðinnar jafnframt því sem byrjað er að byggja ofan á fyrri þekkingu. Efnisþættir sem teknir verða fyrir í áfanganum eru: orkuhugtakið almennt og í tengslum við efnahvörf, efnatengi og Lewis byggingu, fjallað verður um hraða efnahvarfa og hraðalögmálið, flokka lífrænna efna og nafnakerfið..
    EFNA2AE05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunnhugmyndum um orku og lögmálinu um varðveislu orkunnar
    • hvarfvarma
    • efnatengi
    • hraðafræði efnahvarfa og hvarfhraða
    • flokkun lífrænna efna og nafnakerfi
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • reikna stöðu- og hreyfiorku út frá mælistærðum, vinna með umbreytingu orku milli orkuforma og nota orku með efnajöfnum
    • finna hraðalögmál út frá tilraunaniðurstöðu
    • greina flokka lífrænna efna og gefa efnunum nöfn
    • framkvæma verklegar æfingar og vinna úr niðurstöðum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og bera ábyrgð á eigin námsframvindu
    • nota gögn eins og lotukerfi, jónatöflur og aðrar töflur við lausn verkefna
    • lesa úr efnatáknum og efnajöfnum
    • gera sér grein fyrir samspili efnafræði, stærðfræði og annarra raungreina
    • meta hvort niðurstöður útreikninga og mælinga séu raunhæfar
    • tengja efnafræðina við daglegt líf og umhverfi og sjá notagildi hennar
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá