Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1460469310.11

    ART – félagsfærni 2
    FÉLF1FF02
    6
    félagsfærni
    Félagsfærni, siðferðislegar úrlausnir, sjálfsstjórnun
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    Gert ráð fyrir því að nemendur öðlist færni í að takast á við og ræða einfaldari og flóknari gerðir félagsfærni, siðferðismats og sjálfsstjórnar. Unnið er að bæta færni nemanda í mannlegum samskiptum, kenna nemendum að takast á við tilfinningar sínar (aðallega reiðina) og takast á við siðferðisklípur sem upp gætu komið í raunveruleikanum. Þjálfunin miðar að því að ýta undir ábyrgðarkennd og sjálfstjórn barna og unglinga og þjálfa þau í að ræða um tilfinningar og átta sig á þörfum sínum.
    FÉLF1SS02
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Eigin getu og getu annarra til að takast á við flókin úrlausnarefni í félagsfærni.
    • Siðferði sem ein af grunnstoðunum í að útskýra samskipti fólks.
    • Reiðistjórnun sem aðferð til að ná betri tökum á eigin lífi og hvernig hægt er að leiðbeina öðrum í þeim efnum.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Takast á við einföld og flókin félagsfærniatriði og séð samhengið á milli þeirra.
    • Meta árangur fólks í daglegu lífi út frá siðferðislegri ákvarðanatöku.
    • Meta árangur fólks í daglegu lífi út frá getu einstaklinga til að takast á við tilfinningar sínar.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Hæfni í að meta framfarir í eigin hegðun og geta nefnt dæmi þar um.
    • Geta metið eigin framfarir í að meta muninn á réttu og röngu og hvort það hafi skilað sér í betri samskipum við aðra og nefnt dæmi þar um.
    • Geta metið eigin framfarir í reiðistjórnun og geta nefnt dæmi þar um.
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.