Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1460710122.96

  Verkefnaáfangi í ljósmyndun
  LJÓS3VE05
  6
  ljósmyndun
  Verkefnaáfangi
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Í áfanganum vinna nemendur sjálfstætt að eigin verkefnum undir leiðsögn kennara. Áhersla er á sjálfstæð og öguð vinnubrögð, frumkvæði og áræðni. Nemendur vinna eitt eða fleiri viðamikil verkefni sem sýnd eru opinberlega í lok annar.
  10 einingar ljósmyndun, þar af 5 einingar á hæfniþrepi 2.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • samfélagslegu hlutverki ljósmyndunar
  • miðlun sköpunar sinnar í samhengi við ólíkar listastefnur
  • gildi rannsóknarvinnu
  • gildi hugmyndavinnu
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • vinna sjálfstætt að undirbúningi og útfærslu eigin verkefna
  • skipuleggja verkferil í ljósmyndun og vinna samkvæmt því
  • kynna verk sín og tjá sig um þau á opinberum vettvangi
  • ræða á gagnrýninn og uppbyggilegan hátt um verk samnemenda sinna
  • vinna af öryggi með algengustu efni og áhöld
  • vinna með öðrum, þar á meðal að deila vinnuaðstöðu
  • umgangast búnað og tæki á ábyrgan hátt
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • sýna sjálfstraust og sjálfstæði í þróun hugmynda og sýna áræðni við útfærslu þeirra og túlkun
  • beisla ímyndunarafl sitt og nota innsæi og tilfinningar við sköpun
  • gera sér grein fyrir samfélagslegu, siðferðilegu og fagurfræðilegu hlutverki ljósmyndarans
  • greina, tjá sig um og meta eigin verk og annara af þekkingu, víðsýni og umburðarlyndi
  • öðlast hæfni til að meta listrænan styrk sinn og koma auga á hagnýtingu menntunar sinnar
  • geta staðið að opinberri sýningu og útskýrt verk sín fyrir gestum
  • þróa með sér aga, metnað, ábyrgð og jákvæðni í vinnubrögðum
  Leiðsagnarmat