Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1460721506.71

    Hugtök og ritun
    ÍSLE2HU05
    103
    íslenska
    Hugtök og ritun
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í þessum grunnáfanga vinna nemendur með undirstöðuatriði sem koma til með að gagnast í næstu íslenskuáföngum. Farið verður í ýmis málfræðihugtök sem nýtast til að efla málkunnáttu og tungumálanám. Helstu hugtök bókmennta- og bragfræði verða kynnt og ýmsir textar lesnir með þau til hliðsjónar. Félagsleg áhrif tungumálsins verða skoðuð út frá ýmsum hliðum til að nemendur átti sig á áhrifum íslenskunnar á daglegt líf. Nemendur vinna bæði sjálfstætt og saman í hópum og er lögð áhersla á ábyrgð nemandans á eigin námsframvindu.
    Nemandi skal hafa lokið grunnskólaprófi með hæfnieinkunn B, B+ eða A, eða staðist ÍSLE1MR05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • ýmsum málfræðihugtökum og hvernig þau tengjast málfærni okkar
    • mismunandi tegundum bókmennta og helstu hugtökum í bókmennta- og bragfræði
    • ýmsum þáttum í samspili mannlegs samfélags og íslenskunnar
    • helstu hugtökum við ritgerðarsmíð og kynningar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina ákveðin málfræðihugtök í texta, sjá hvaða áhrif þau hafa á hann og nýta þau til að efla eigin málfærni
    • greina ákveðin bókmenntahugtök í texta og hvaða áhrif þau hafa á merkingu hans
    • greina ákveðin bragfræðihugtök í texta til þess að átta sig á byggingu ljóða
    • rita rökfærsluritgerð þar sem hann beitir gagnrýninni hugsun og kemur skoðunum sínum á framfæri á skýran og greinargóðan hátt
    • kynna fyrir öðrum ákveðið efni, endursegja og flytja ræður
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nýta málfræðiþekkingu sína við ritun texta með ólíkum stílbrögðum
    • túlka undirliggjandi merkingu texta
    • beita ákveðnum bókmenntahugtökum við skrif á eigin texta
    • geta beitt ákveðnum bragfræðireglum við ritun eigin ljóða
    • semja texta og kynningar um efni sem hann hefur kynnt sér með því að beita skýru, lýtalausu og blæbrigðaríku máli.
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.