Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1460723180.97

    Ferðatengt efni og Danmörk
    DANS2FD05
    78
    danska
    Ferðalög og Danmörk
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Ferðatengd viðfangsefni. Lögð áhersla á að efla alla þætti tungumálsins, auka sjálfsöryggi nemandans og sjálfstæði í vinnubrögðum. Tal: Áhersla lögð á að þjálfa réttan framburð. Nemendur kynna munnlega verkefni ýmist einir eða í litlum hópum. Hlustun: byggir aðallega á dönskum sjónvarpsfréttum, tónlist og öðru efni á netinu. Ritun: Nemendur skrifa ýmis konar texta eins og ferðasögur, ferðakynningar eða túlka skoðanir sínar á efni tengdu lesefni áfangans. Lestur: Nemendur lesa nokkrar smásögur og ýmis konar ferðatengda texta úr kennsluhefti áfangans ásamt efni af netinu td. í sambandi við þemavinnu. Málfræði: aðal áhersla er á sagnir.
    Nemandi skal hafa lokið grunnskólaprófi með einkunn B, B+ eða A, eða staðist undanfaran DANS1TO05.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • orðaforða áfangans
    • notkun ákveðins orðaforða bæði munnlega og skriflega
    • notkun hjálpargagna m.a. notkun orðabóka á netinu
    • töluðu máli, þar sem talað er skýrt um kunnuglegt málefni
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • hlusta á talað mál og skilja meginmál t.d í fréttum og leiknu efni
    • lesa margs konar tegundir texta sér til skilnings
    • beita mismunandi lestraraðferðum eftir tegundum texta og eðli verkefna sem unnið er með
    • tjá sig munnlega um efni sem tengjast verkefnum áfangans
    • tjá sig skriflega um efni sem tengjast verkefnum áfangans
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna að skapandi verkefnum og túlka texta
    • skilja fjölmiðlaefni og megininntak lesefnis um efni sem hann þekkir til
    • flytja verkefni fyrir framan nemendahóp og kennara af sannfæringu
    • bera ábyrgð og vera samvinnufús í verkefnavinnu
    • ígrunda eigið námsframlag og vinnubrögð
    • miðla þekkingu sinni bæði munnlega og skriflega
    • beita gagnrýninni hugsun í ritun og tali og láta skoðanir sínar í ljós
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.