Í þessum áfanga er bætt ofan á skilning nemenda á algebrureikningi s.s.með lausn jafna og ójafna. Þá er tekin fyrir mengjafræði og talningafræði. Farið er dýpra í prósentureikning og vaxtareikning. Þá er tekið fyrir fjármálalæsi og nemendum kynnt hugtök s.s vísitala, skattaprósenta, persónuafsláttur, verðtrygging og verðbólga. Að lokum er kynnt hugtakið tölugildi og nemendur leysa tölugildisjöfnur og ójöfnur.
Nemandi skal hafa lokið grunnskólaprófi með hæfnieinkunn B, B+ eða A, eða staðist STÆR1RF05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
undirstöðureglum talna- og bókstafareiknings
lausn jafna
talnamengjunum N,Q, Z og R
mengareikningi og notkun Vennmynda til lausnar verkefna
frumtölum og frumtöluþáttun
reglum um tölugildi og bil á rauntöluásnum
margföldunarreglunni, umröðunum og samantektum í talningarfræði
prósentureikningi
hvernig lán og innistæður hækka eða lækka í samræmi við breytingu á vísitölum og vöxtum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nota reglur og formúlur til lausnar verkefna
nota undirstöðureglur talna- og bókstafareiknings
nota mengi og Vennmyndir til að leysa verkefni
beita margföldunaraðferðinni, umröðunum og samantektum í talningarfræði
setja upp og túlka vísitölutöflur, reikna út raunvexti, jafnvirði og raungildi lána
leysa töluglidisjöfnur og ójöfnur og setja lausnir upp á talnalínu
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skrá lausnir sínar skipulega, skiptast á skoðunum við aðra um þær og útskýra hugmyndir sínar og verk skilmerkilega og á viðeigandi hátt
skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau
geta fylgt eftir og skilið röksemdir og röksamhengi í mæltu máli og riti
greina og hagnýta upplýsingar á sviði stærðfræðinnar sem birtast m.a. í fjölmiðlum
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.