Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1461146940.07

    Tuttugasta öldin
    SAGA2TÖ05
    92
    saga
    Tuttugasta öldin
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    20. öldin er til umfjöllunar. Farið er í sögulega viðburði og þróun en einnig er tæpt á sögufrægum einstaklingum og þeir settir í samhengi við samfélag sitt. Farið er í átök hópa, þau greind og sett í sögulegt samhengi. Lögð er áhersla á skilning, greiningu og tjáningu nemenda um sögulega atburði og þróun. Áhersla er á fjölbreytni, bæði í vali á efnisþáttum, úrvinnslu á efni og námsmati. Færni í ritgerðasmíð og heimildavinnu er sett í forgang. Gerð er krafa um að nemendur tileinki sér vönduð vinnubrögð við heimilda- og ritgerðavinnu. Námið er þematengt og námsmat úr hverjum efnisþætti.
    engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • völdum þáttum úr sögu 20. aldar
    • átökum hópa og ástæður þeirra
    • sagnfræðilegum vinnubrögðum
    • greiningu heimilda
    • mikilvægi vandaðrar heimildavinnu
    • áhrifum fortíðar á nútíð
    • mikilvægi sjálfstæðrar afstöðu til sögulegra atburða og þróunar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa ólíka sagnfræðilega texta
    • greina stöðu ólíkra hópa
    • leita traustra heimilda og geta vitnað til þeirra á viðurkenndan hátt
    • tjá sig í ræðu og riti um sögulegt efni
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • átta sig á samhengi orsaka og afleiðinga sem metið er með umræðu og skriflegum verkefnum
    • taka þátt í umræðu um sagnfræðileg efni sem metið er með umræðum
    • beita gagnrýnni hugsun markvisst sem metið er með umræðum og skriflegum verkefnum
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.