Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1461749027.66

    Kynning á eðlisfræði
    EÐLI1KE05
    8
    eðlisfræði
    Kynning á eðlisfræði
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Einfaldar jöfnur hreyfifræði, kraftur og árekstrar. Vikuleg einföld tilraun með verkefnaskilum.
    Búinn með 1.þrep í stærðfræði
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunneiningakerfi, forskeyti, notkun eininga í daglegu lífi í auglýsingum og kynningarefni
    • sambandi staðsetningar, hraða, hröðunar og tíma, Vegalengd, ferðatími og eðli fallhreyfingar
    • sambandi krafts, þrýstings og atlags. Lyftikraftur, flotkraftur og spyrnukraftur. Eðlismassi
    • grunnsambandi rafspennu, rafhleðslu, rafstraums og viðnáms. Umhverfisvæn og endurnýjanleg orka
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita eðlisfræðilegri rökhugsun við að greina náttúrulögmál að verki
    • lesa úr línuritum sem tengja staðsetningu og hraða við tíma
    • beita einföldum jöfnum til að reikna óþekkta stærð út frá gefnum forsendum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tengja eðlisfræðina við daglegt líf og umhverfi og gera sér grein fyrir notagildi hennar
    • framkvæma tilraunir eftir fyrirmælum og skrifa athuganir í hópsamvinnu
    • sýna sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum og bera ábyrgð á námsframvindu sinni
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.