Viðburðastjórnun er verkefnabundinn áfangi á lokaönn nemandans. Áfanginn er einskonar samfélagslíkan þar sem allir nemendur fá verkefni og ábyrgð. Meðal verkefna er skipulag samfélagsverkefna, fjármögnun og áætlanagerð, skipulagning og fjáröflun dimmissjónar og undirbúningur útskriftarathafnar. Nemendur skipa framkvæmdastjórn, útgáfustjórn, viðburðarstjórn og fjáröflunarnefnd innan hópsins. Samfélagsleg verkefni áfangans tengjast skólaumhverfinu t.d. koma að skipulagningu og framkvæmd Flensborgarhlaupsins, aðstoð í námsveri skólans og stærðfræðikeppni grunnskólanna eða eru tengd góðgerðarsamtökum og öðrum verkefnum í nærsamfélagi skólans.
Áfangi við námslok.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
skipulagningu kveðjudags (dimmisjónar)
mikilvægi samvinnu við fjáröflun
því að taka þarf tillit til ólíkra þarfa, viðhorfa og getu í fjölbreyttum nemendahópi
undirstöðuatriðum viðburðastjórnunar
mikilvægi þess að vera virkur og taka þátt í verkefnum sem tengjast nærsamfélaginu
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
skipuleggja afmarkaða þætti dimmisjónar, fjáraflana, góðgerðarverkefna og útskriftar
vinna í hóp við að skipuleggja viðburði og fjáraflanir
vinna með fjölbreyttum hópi nemenda af öllum brautum skólans
velja og skipuleggja samfélagslegt verkefni við hæfi
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
vera virkur í lýðræðislegri umræðu og skipulagningu á viðburðum
gera sér grein fyrir mikilvægi þátttöku almennings í samfélaginu
sýna frumkvæði í hugmyndavinnu
efla vitund um mikilvægi þess að tilheyra skólasamfélaginu
gera sér grein fyrir og draga fram styrkleika fólks í kringum sig
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.