Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1462532874.3

    Inngangur og hugtök
    FÉLA1IH05
    18
    félagsfræði
    Inngangur og hugtök
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    í áfanganum er leitast við að kynna nemendum fyrir helstu viðfangsefnum félagsfræðinnar, sem og upphafi og þróun greinarinnar. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist þekkingu á þeim félagslegu öflum sem hafa áhrif á líf þeirra og félagslegt umhverfi og geti myndað sér skoðanir á meðvitaðan og gagnrýninn hátt.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • upphafi og þróun félagsfræði sem fræðigreinar
    • helstu hugtökum félagsfræði
    • helstu áhrifavöldunum í félagsmótun
    • réttindum og skyldum sínum gagnvart samfélaginu
    • helstu félagslegum festum ólíkra samfélaga og hlutverki þeirra
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita hugtökum á einföld dæmi í umræðum og skriflegum texta
    • meta ýmsa félagslega þætti sem hafa áhrif á líf hans og störf
    • gera grein fyrir einkennum og þróun samfélaga
    • greina samhengið á milli persónulegs lífs og samfélagsins
    • að setja viðfangsefni fram á skýran og fjölbreyttan hátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tjá sig um samfélagsleg málefni í ræðu og riti
    • leggja mat á heimildir og upplýsingar í félagsvísindum
    • taka ábyrgð á eigin námi
    • fylgjast með samfélagsumræðu á opinberum vettvangi
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.