Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1463658398.85

  Inngangur að félagsfræði
  FÉLA2AK06
  72
  félagsfræði
  almenn kynning
  Samþykkt af skóla
  2
  6
  Í þessum áfanga er lögð áhersla á að nemendur kynnist félagsfræðinni sem vísindagrein. Fjallað er um félagsfræðilega rannsóknarhefð og nemendur eiga að gera félagsfræðilegar athuganir og rannsóknir. Í áfanganum er lögð áhersla á einstaklinginn sjálfan, nærsamfélag nemenda og þættir eins og skólalíf, vinnumarkaður og stjórnmál athugaðir.
  Engar
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • nærsamfélaginu
  • hugtakanotkun í félagsfræði
  • félagsfræðilegum hugsunarhætti
  • hvernig samfélagið hefur áhrif á einstaklinginn
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • fjalla um nærsamfélagið sitt
  • skilja gagnvirkni samfélags og einstaklings
  • mynda sér skoðanir á meðvitaðan og gagnrýninn hátt
  • eiga samstarf og samskipti við aðra
  • tjá félagsfræðilega þekkingu sína á munnlegan og skriflegan hátt
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • fjalla um nærsamfélagið sitt
  • þróa með sér öguð og sjálfstæð vinnubrögð
  • vinna sjálfstætt og í samvinnu við aðra á gagnrýninn hátt
  • kynna sér ofan í kjölinn tiltekin félagsfræðileg rannsóknarefni
  Leiðsagnarmat þar sem vinna nemanda er metin jafnóðum. Til grundvallar matinu eru eftirfarandi þættir: Einstaklings- og hópverkefni og rannsóknarverkefni.