Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1464170602.11

    Þroskasálfræði
    SÁLF3ÞS05
    58
    sálfræði
    þroskasálfræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Kynning á þroskasálfræði, hugtökum hennar og helstu álitamálum. Litið er á söguna og þróun þroskasálfræðinnar og fjallað um helstu frumkvöðla hennar. Þroskaferill einstaklingsins frá getnaði til unglingsára er skoðaður. Einkum er tekin fyrir líkams- og hreyfiþroski, vitsmunaþroski, persónuleikaþroski og málþroski. Viðfangsefni þroskasálfræðinnar eins og t.d. námsörðugleikar og geðtengslamyndun sérstaklega skoðuð. Í lokin eru námsörðugleikar, geðtengsl og helstu geðraskanir barna teknar fyrir.
    SÁLF2IN05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þroskaferli einstaklingsins á hinum ýmsu sviðum
    • helstu hugtökum þroskasálfræðinnar
    • rannsóknaraðferðum þroskasálfræðinnar
    • helstu kenningum þroskasálfræðinnar, eins og kenningum um vitsmunaþroskann, siðgæðisþroskann og persónuleikaþroskann
    • líkamsþroska mannsins á öllum helstu stigum lífsins, en þó einkum á meðgöngu og fyrstu æviárum
    • rannsóknum á námsörðuleikum og leiðir til að vinna með þá
    • þroska geðtengsla
    • geðröskunum barna, einkennum þeirra og flokkun
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • miðla sérþekkingu sinni á hugtökum og kenningum þroskasálfræðinnar
    • afla upplýsinga, greina og meta viðfangsefni þroskasálfræðinnar og setja í fræðilegt samhengi
    • nýta fræðilegan texta á íslensku og ensku
    • spyrja og ræða á gagnrýnin hátt um viðfangsefni áfangans
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • miðla fræðilegu efni um þroskasálfræði skýrt og skilmerkilega í ræðu og riti
    • vinna úr rannsóknargögnum og leggja mat á þau
    • fjalla um rannsóknir á erfðum og umhverfi og áhrifum þeirra á þroskaferilinn
    • meta eigin frammistöðu og annarra á gagnrýninn hátt
    • taka þátt í rökræðum um málefni sem tengjast þroskasálfræðinni
    • nota hugmyndir þroskasálfræðinnar, við uppeldi og samskipti við börn
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.