Nemandi geti samþætt kunnáttu og færni frá fyrri stigum náms til að efla fagmennsku og sjálfstæð vinnubrögð við klippingu auk faglegs frágangs verks. Hann þjálfast enn frekar í samspili þessara þátta þannig að heildarmynd hæfi við¬skiptavini hverju sinni. Verkin eru flest unnin á módelum og þjálfast neminn því í samskiptum við viðskiptavini og að ráðleggja þeim með tilliti til andlits og líkamsbyggingar.
HDAM2FB03AH
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
mismunandi tískulínum og útfærslum þeirra.
ólíkum aðferðum til að ná fram formum og áferð.
samskiptum við viðskiptavini.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
klippa dömuklippingu/tískulínur í ólíkar hárlengdir á módeli út frá eigin hönnun.
klippa módel samkvæmt óskum þess og gera verklýsingu fyrir verkið.
gefa ráð um val á sídd, form og áferð klippingar með hliðsjón af líffræðilegum þáttum.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
beita öllum helstu áhöldum við framkvæmd klippinga.
ráðleggja um val á klippingu.
beita fjölbreyttum aðferðum og tækni við klippingu.
ganga vel um vinnusvæði, gæta öryggis og hreinlætis.