Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Unnið verður verður með sköpun í víðu samhengi. Áhersla verður á að nýta talmál, hlustun, umræður, lestur og fleira og verður nálgunin í áfanganum út frá sköpuninni. Notast verður við kvikmyndir, ljósmyndir, orð, hugtök, tímarit, tónlist og fleira sem fær nemendur til að hugsa út fyrir rammann og skapa.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Mikilvægi sköpunar í dönskunámi og að sköpun getur verið alls staðar og í öllu
Að sköpunin felst í vinnuferlinu ekki síður en afrakstrinum
Að sköpun veitir gleði og frelsi
Mikilvægi þess að nota ímyndurnaraflið þegar verið er að vinna eftir hefðbundnum leiðum
danskri menningu og gildi hennar fyrir danskt þjóðfélag
notkun hjálpargagna s.s. orðabóka, leiðréttingarforrita og smáforrita
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Að fara mismunandi leiðir í námsferlinu
Að beita mismunandi aðferðum við upplýsingaöflun
Að beita mismunandi aðferðum til að öðlast aukinn orðaforða
Að beita mismunandi aðferðum við tjáningu
Að beita tækninni til að tengja saman nám og sköpun
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Vinna að sköpun sinni á fjölbreyttan hátt
Tjá sig um verk sín bæði munnlega og skriflega
Skilja einfalda dönsku sem tengist daglegu lífi
Geta skapað samtal út frá gefnum forsendum s.s. kvikmyndum, tónlist eða texta sem og frjálsu umræðuefni
Þróa með sér aga og skipulögð vinnubrögð
Námsmatið getur verið fjölbreytt og einstaklingsmiðað, s.s. leiðsagnarmat, jafningjamat, verkefnaskil, virkni í kennslustundum, mæting, sjálfsmat, ástundun og lokaverkefni. Regluleg og leiðbeinandi endurgjöf er frá kennara á vinnuframlag nemenda og verkefnaskil.