Í þessum áfanga er fjallað um umhverfis- og auðlindafræði. Lögð er áhersla á tengsl umhverfisins og nýtingu auðlinda. Fjallað er um helstu málefni jarðarinnar og áhrifum mannsins á hana. Megináhersla er á verkefnavinnu nemenda og að þeir nýti sér sem fjölbreyttastar aðferðir við nám og framsetningu verkefna. Lögð er áhersla á vísindaleg og sjálfstæð vinnubrögð og að nemendur tengi þekkingu sína við alþjóðlegt umhverfi. Nemendur leiti sér heimilda og rannsóknargagna og vinni með þau á gagnrýnin, skýran og ábyrgan hátt.
ENSK2SO05, ÍSLE2BM05 og nemendur skulu hafa lokið a.m.k einum kynningaráfanga í eðlis-,efna-, jarð og/eða líffræði eða fyrstu áföngum í efnafræði og/eða líffræði á raunvísindabraut.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
fjölbreyttum hugtökum tengdum umhverfismálum, svo sem auðlindum, sjálfbærni, orkugjöfum, burðargetu, samspili auðlinda og nýtingar þeirra
áhrifum mannsins á umhverfi sitt
helstu orkugjöfum jarðarinnar
skiptingu auðs og auðlinda jarðarinnar
áhrifum fólksfjölda á nýtingu auðlinda
skiptingu landsframleiðslu eftir þjóðum
alþjóðasamþykktum á sviði umhverfismála
flokkun og nýtingu auðlinda
mikilvægi gildra rannsóknargagna og heimilda
raunhæfri markmiðasetningu og afmörkun viðfangsefna
þekkingu sem tengist umhverfi nemandans svo og alþjóðlegu umhverfi sem nýtist til frekara náms
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
leita sér upplýsinga og lesa fræðilegan texta á íslensku og ensku um lífríki jarðar og auðlindir
skilja samhengi nýtingar auðlinda og áhrifa hennar á lífríki
taka þátt í umræðu um hugtök tengd umhverfismálum á ábyrgan hátt og af þekkingu
skipuleggja og vinna frá grunni að verkefnum á ábyrgan og skipulegan hátt
vinnu úr heimildum samkvæmt viðurkenndum reglum um meðferð þeirra
beita gagnrýninni hugsun við úrvinnslu efnis
tjá sig á skýran, ábyrgan, gagnrýninn og skapandi hátt um eigið verkefni
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
beita viðeigandi aðferðum við útfærslu verkefnis
taka ábyrga, upplýsta og sjálfstæða afstöðu um málefni tengdum umhverfinu
greina, tjá sig um og meta eigin verkefni og annarra af þekkingu, víðsýni og virðingu
nýta fyrri reynslu, þekkingu og skilning við úrlausn nýrra viðfangsefna
skilja samspil mannsins við nærumhverfi sitt
sýna siðferðilega ábyrgð í umgengni sinni við umhverfi í verki
átta sig á áhrifum fólksfjölgunar, nýtingar auðlinda, og sjálfbærar þróunar á umhverfi
breyta hugmynd í afurð
geta metið eigið vinnuframlag og annarra í tengslum við fræðigreinina
geta tengt hæfni sína og þekkingu við alþjóðlegt umhverfi
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.