Að nemendur búi yfir færni og þekkingu til þess að geta unnið með timbur og málma. Þekkja helstu galla og kosti þessara efna við hönnun á hinum ýmsu viðfangsefnum. Geta notfært sér efnin við útfærslu á vinnu þeirra í áfanganum sem og í framtíðinni, þar á meðal tenging við önnur efni. Þekki þá öryggisþætti sem við kemur vinnu með timbur og málm og þeim vélum og verkfærum sem til þess þarf.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Helstu viðar- og málmtegundum sem notaðar eru við hin ýmsu verkefni
Kostum og göllum efnanna
Algengum samsetningum
Undirstöðuatriðum í teikningalestri
Takmörkun mismunandi tækjabúnaðar með tilliti til efnisvals
Þeirri slysahættu og öryggismálum sem hafa þarf í huga
Aðferðum sem hafa að markmiði að bæta nýtingu hráefna, sem og förgun úrgangs
Notkun helstu handverkfæra
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Geta skipulagt og framkvæmt eigin hugmyndir
Lesa einfaldar teikningar
Bera ábyrgð á efnisvali og annast birgðahald þeirra efna sem nota skal við framkvæmdina
Velja viðeigandi verkfæri og tækjabúnað með tilliti til framkvæmdarinnar
Greina kosti og galla mismunandi samsetningaraðferða
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Geta komið hugmynd sinni á það form að mögulegt sé að framleiða hana, teikningar, efnisval og annað sem hefur áhrif sé sett upp á skipulegan og aðgengilegan máta
Greina orsakir galla sem fram koma í framkvæmd og mæla fyrir um aðgerðir til úrbóta
Geta greint hvort tilskyldum reglum sé fylgt eftir varðandi öryggismál
Námsmat skal vera fjölbreytt og byggja á verkefnavinnu með áherslu á leiðsagnarmat.