Í áfanganum fá nemendur kynningu á frumkvöðlum félagsfræðinnar og rannsóknaraðferðum greinarinnar. Nemendur fá þjálfun í að greina samfélagið og samskipti innan þess út frá ólíkum kenningum. Fjallað verður um eigindlegar og megindlegar rannsóknaraðferðir og farið í hin siðferðislegu vandamál er tengjast rannsóknum í félagsvísindum. Aðal markmið áfangans er að nemandi geti beitt helstu kenningum félagsfræðinnar á ýmis málefni og sitt félagslega umhverfi.
FÉLA1IH05 og ÍSLE2BM05.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu kenningum félagsfræðinnar, þ.e. samvirkni-, átaka- og samskiptakenningum
aðalatriðum feminískra kenninga og póstmódernisma
helstu hugtökum félagsfræðinnar
helstu frumkvöðlum félagsfræðinnar og áhrifum þeirra á kenningar og þróun greinarinnar
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
beita kenningum á sjálfstæðan hátt á ýmis málefni og sitt félagslega umhverfi í umræðum og skriflegum texta
beita hugtökum á mismunandi viðfangsefni
geta tengt helstu hugtök félagsfræðinnar við samfélagslega umræðu
nýta sér fjölbreyttar heimildir til upplýsingaöflunar
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
greina samfélagslegan vanda á sjálfstæðan hátt og geta notað aðferðir félagsfræðinnar til að leita lausna
leita að heimildum, meta gæði þeirra og vitna rétt í þær
geta teflt saman ólíkum sjónarhornum og heimildum og sett fram á skilmerkilegan hátt
taka gagnrýna og fræðilega afstöðu til samfélagslegra álitamála
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.