Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur kynnist fjölbreytileika hönnunar og markaðslögmálum greinarinnar í atvinnulífinu. Nemendur kynnist einnig tengslum greinarinnar við atvinnulífið í formi nýsköpunar, vöruþróunar, menningu, lista og stílsögu. Fjallað verður um ýmsa grunnþætti varðandi hráefnis- og vöruþekkingu og lög og reglugerðir. Mikilvægt er að nemendur átti sig á hlutverki þekkingar í hönnun og nýsköpun. Nemendur verði ljós gagnsemi hönnunar ásamt fjölbreyttum starfsvettvangi í samfélaginu. Nemendur halda dagbók, útbúa skýrslur vegna starfskynninga og kynna hver fyrir öðrum.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hlutverki hönnunar- og markaðsgreina í tengslum við atvinnulíf, þróun og nýsköpun
fyrirtækjum, menntunarmöguleikum, stofnunum, lögum og reglugerðum, réttindum og skyldum sem heyra undir hönnunar- og markaðsgreinar
mikilvægi starfskynninga og því að fylgjast með framleiðanda í atvinnulífinu
framleiðslu- og markaðsferli á vöru eða þjónustu
hvernig hugmynd er breytt í söluvöru og hvernig framleiðsla og sala tengist kröfum og réttindum neytenda
hönnunarlögum, hönnunarvernd og einkaleyfum
tengslum greinarinnar við menningu og listir
starfs- og markaðsfærni greinarinnar í formi nýsköpunar, vöruþróunar og markaðssetningu
gagnsemi hönnunar í umhverfi okkar og samtímanum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
greina þarfir, tækifæri og möguleika við hönnun og framleiðslu á hlut í tengslum við vettvangs- og vinnustaðaheimsóknir í atvinnulífinu
tengja námið við framhaldsnám eða þátttöku í atvinnulífi
nýta þekkingu og reynslu úr atvinnulífinu og bera saman við eigin reynsluheim
greina hvað hefur áhrif á neysluvenjur, breyttar þarfir, tækniframfarir og nýjungar
greina sambandið milli hugmyndar, hráefnis, tækni, aðferða og niðurstaðna
skynja hvernig hönnun, framleiðsla og markaðssetning helst í hendur
greina það ferli sem fyrirtæki þurfa að fara í gegn um til þess að koma vöru/þjónustu í sölu
greina hvernig verki er skipt upp í verkþætti, verkaskiptingu, framleiðsluferli og gerð áætlana
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
hafa innsýn í skipulagningu og viðburði á sviði hönnunar
geta borið saman og gagnrýnt hönnun í samtímanum
geta gert vandaða skýrslu og kynnt hana viðeigandi aðilum
Námsmat skal vera fjölbreytt og byggja á verkefnavinnu með áherslu á leiðsagnarmat.