Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1464782486.83

  Upplýsingatækni með áherslu á kynningarefni
  UPPT1KE02
  29
  upplýsingatækni
  Kynningarefni
  Samþykkt af skóla
  1
  2
  Unnið verður með grunnatriði kynningarforrita og aðferðir við vinnslu kynningar efnis. Unnið verður með forrit eins og Microsoft Power Point og Publisher og notkunarmöguleikar þeirra kynntir.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • Framsetningu texta og mynda í glæruforritum
  • Mikilvægi þess að kunna að setja upp aðlaðandi kynningar og kynningarefni af ýmsu tagi
  • Hvernig nota skal kynningarforrit til að koma upplýsingum á framfæri
  • Mikilvægi þess að vanda framsetningu
  • Að það má alltaf bæta við kunnáttu sína á þessu sviði
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • Vinna með glæruforrit og önnur kynningarforrit
  • Leita mismunandi leiða í vinnuferlinu
  • Skipuleggja, afla, flokka, vinna úr og miðla upplýsingum á gagnrýninn hátt
  • Meðhöndla heimildir á gagnrýninn hátt við upplýsingaöflun af netinu
  • Nota hjálpartexta og leiðbeiningar við notkun forrita
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • Efla sjálfstraust sitt
  • Útbúa kynningar fyrir aðra á skilmerkilegan og snyrtilegan hátt
  • Afla, vinna úr og miðla gögnum og upplýsingum á gagnrýninn og skapandi hátt
  • Koma hugmyndum sínum á framfæri
  Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.