Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1464787721.63

  Heilbrigðisfræði með áherslu á forvarnir
  HBFR1FV02
  16
  heilbrigðisfræði
  Forvarnir
  Samþykkt af skóla
  1
  2
  Markmið áfangans er að efla færni nemenda til að takast á við lífið sem ábyrgir og heilbrigðir einstaklingar. Umfjöllunarefni áfangans ná yfir mikilvægi þess að hafa heilbrigðan lífsstíll og áhrif lifnaðarhátta á heilsufar og fræðsla og forvarnir tengdar sjúkdómum og slysum og áhættuhegðun.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • Hvað heilbrigður lífsstíll er og áhrif lifnaðarhátta á heilsufar
  • Fræðslu og forvörnum tengdum sjúkdómum, slysum og áhættuhegðun
  • Skyldu og ábyrgð sem fylgi fullorðinsárunum
  • Eigin lífssýn og gildi og áhrif hegðunar sinnar og lífsstíls á líðan og heilbrigði
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • Í að taka ábyrgð á eigin lífi og efla ábyrgð sína sem samfélagsmeðlimur
  • Meta umhverfi sitt og sína eigin hegðun út frá heilsueflandi sjónarmiðum og áhrifum á líf, líðan og heilsu sína
  • Meta umhverfi og aðstæður út frá forvarnarsjónarmiðum tengdum slysum og sjúkdómum
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • Horfa gagnrýnum augum á eigin hegðun og lífsstíl og tileinka sér heilbrigða lifnaðarhætti
  • Fara inn í fullorðinsárin meðvitaður um þá ábyrgð sem því fylgir
  • Geta greint áhættuþætti í umhverfi sínu sem geta valdið skaða svo sem slysahættu og afleiðingar af áhættuhegðun
  Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.