Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1464861546.97

    Hárlitun 4
    HLIT2FB03(DH)
    3
    Verkleg hárlitun
    Verkleg hárlitun
    Samþykkt af skóla
    2
    3
    DH
    Nemandinn öðlast færni í hárlitun og ýmsum aðferðum í litatækni auk þess sem þjálfaður er hraði og vandvirkni. Hann lærir að meta hlutfall af gráu hári og hvað þarf til að þekja það 100%. Unnið er með heillitun, partalitun, rótalitun og ýmsar tegundir af strípulitunum. Skilningur á notkun mismunandi styrkleika lita er aukinn. Forlitun kynnt. Nemendur læra að skoða litaraft viðskipavina, bæði dömu og herra. Þjálfuð er verklýsinga- og spjaldskrárgerð og notkun litarspjalda. Unnið er með æfingarhöfuð og módel.
    HLIT2GB01CH
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • ýmsum hugtökum sem tengjast hárlitun.
    • hvernig meta skal hlutfall af gráu hári.
    • mismunandi aðferðum og útfærslum við hárlitun.
    • ólíkum gerðum hárlita, notkun og umgengni við þá.
    • hvenær skal notast við forlitun.
    • umgengni og frágangi vinnustöðva.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lita dömu og herra æfingarhöfuð og módel út frá eigin verklýsingu.
    • lita módel samkvæmt óskum þess og gera verklýsingu fyrir verkið.
    • greina náttúrulit og hlutfall grárra hára viðskiptavinar.
    • blanda og bera í hárlit.
    • nota litaspjald sem hjálpartæki.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • beita mismunandi útfærslum við hárlitun.
    • gera strípur og mismunandi partalitanir.
    • geta litað innan ákveðinna timamarka.
    • ráðleggja um val á hárlit.
    • gera verklýsingu og spjaldskrá fyrir viðskiptavin.
    • ganga vel um vinnusvæði, gæta öryggis og hreinlætis.
    Símat.