Nemandinn kynnist grunnatriðum kennslukerfis hársnyrtinámsins við klippingu á æfingahöfði og tileinkar sér helstu hugtök.
Áhersla er lögð á að horfa og hugsa eins og hönnuður, að þekkja helstu hönnunarþættina og grunnformin fjögur sem notuð eru við klippingu: jafnsítt form, fláa, auknar og jafnar styttur.
Nemandinn kynnist mikilvægi smitvarna og helstu öryggisþátta. Hann fær að auki grunnþjálfun í gerð og notkun verklýsinga og í meðferð og beitingu áhalda og tækni við klippingu.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
því kennslukerfi sem unnið er eftir og hvernig það er notað við hönnun og framkvæmd klippinga.
hugtökunum hverfipunktur, jafnsítt, flái, auknar og jafnar styttur og þeim hárformum sem hugtökin tákna.
helstu áhöldum sem notuð eru við klippingar.
helstu smitleiðum.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
klippa æfingahöfuð dömu og herra, einnig vanga og hnakkatopp í jafnsítt form, auknar og jafnar styttur auk fláa.
gera verklýsingu fyrir klippingu.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
hafa gott vald á greiðu, skærum og þynningarskærum og á samspili blásara, bursta og greiðu.
sjá samhengi í verklýsingu og því verki sem hún stendur fyrir.
þekkja ólík form í hársnyrtingu og hafa vald á aðferðum til að ná þeim fram.