Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1465208977.91

  Iðnfræði háriðna 4
  IÐNF2FB03(DH)
  3
  Iðnfræði
  Iðnfræði háriðna
  Samþykkt af skóla
  2
  3
  DH
  Í áfanganum er fræðst um ýmis hárvandamál, flösu, exem, hárlos, lús og meðferð við þeim. Þjálfuð gerð verklýsinga fyrir dömu og herraklippingar auk litaverklýsinga. Farið er í litgreiningu svo nemandi átti sig á heitum og köldum litum og hvað fer hverjum með tilliti til þess. Þekking á litafræði og litaleiðréttingu er dýpkuð auk ýmissa annarra fagþátta. Nemendur læra að vinna með og búa til vörur úr umhverfisvænum efnum. Læra að þekkja lög og reglugerðir um umhverfisvernd og sjálfbærni, þekkja umhverfisvænar vörur og leiðir til að öðlast viðurkenningu sem umhverfisvænn hársnyrtir.
  IÐNF2GB04CH
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • hinum ýmsu vandamálum sem upp geta komið í hári og hársverði.
  • öllum gerðum verklýsinga auk spjaldskrár.
  • mismun heitra og kaldra lita og hvað fer hverjum viðskiptavini.
  • litunarfræði og litaleiðréttingu.
  • lögum og reglugerðum um umhverfisvernd og sjálfbærni.
  • leiðum til að öðlast viðurkenningu sem umhverfisvænn hársnyrtir.
  • umhverfisvænum vörum.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • greina mismun á feitri og þurri flösu eða exemi.
  • teikna flóknar verklýsingar eftir myndum eða öðrum forskriftum.
  • litgreina viðskiptavini út frá húð, augum og háralit í heitar og kaldar týpur.
  • greina þætti sem hafa áhrif á val á háralit og fylgihlutum.
  • greina, lita og lagfæra ólíkar gerðir hárs.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • leiðbeina viðskiptavinum um meðferð á hinum ýmsu hárvandamálum.
  • velja klippingu og framkvæma út frá verklýsingu eða mynd.
  • velja lit fyrir viðskiptavini út frá litafræði og litgreiningu.
  • leiðrétta litunarmistök í hári.
  • verða sjálfbær í greininni.
  • þekkja vistvænar vörur.
  Símat.