Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1465212882.9

  Iðnteikning háriðna 1
  ITEI1GB05(AH)
  1
  Iðnteikning háriðna
  Grunnbraut
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  AH
  Nemandinn kynnist grunnþáttum í teikni-, lita- og formfræðum. Teiknuð verkefni með mismunandi blýjum og aðferðum. - teiknuð andlit og hárgreiðslur sem byggja á reglu gullinsniðs. Litafræði Ittens kynnt. - gerður samanburður við litastjörnu í hári og verkefni unnin sem tengjast bæði litafræði og hársnyrtinámi. Formfræði skoðuð og sett í samhengi við klippingar og greiðslur. Nemandi þjálfaður í efnis-, upplýsinga- og heimildaöflun, auk varðveislu gagna. Lagður grunnur að námsbók sem sýnir verkefnavinnu og námsframfarir nemanda.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • mismunandi blýjum og teikniaðferðum.
  • fjarvídd og skyggingum.
  • gullinsniði.
  • litafræði Itten.
  • grunnformum.
  • mismunandi leiðum og nálgun á heimildaleit og varðveislu gagna.
  • námsbók.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • þekkja eiginleika mismunandi blýja.
  • skyggja og ná fram fjarvídd í teikningu samkvæmt fyrirmynd.
  • nýta gullinsniðsregluna í teikningu og formfræði.
  • leita að og varðveita gögn og heimildir hvort sem er á veraldarvefnum eða með hugmyndabók.
  • safna gögnum og setja upp í námsbók.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • skynja og sjá tengsl milli þess sem hann sér sem fyrirmynd og verkefna sem unnin eru.
  • ná fram áhrifum, formútfærslum og formgerðum ásamt áferðum fyrirmyndar í verkefnum með mismunandi aðferðum.
  • geta valið sér ákjósanlega leið í varðveislu gagna og framsetningu á efni, bæði á rafrænu og áþreifanlegu formi.
  Símat.