Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1465296345.85

    Íslenska - fornar bókmenntir og málsaga
    ÍSLE2MG05
    107
    íslenska
    bókmenntir og ritun, goðafræði, málsaga
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum lesa nemendur forna norræna texta og kynnast þróun og helstu breytingum á íslensku máli frá fornu. Auk þess lesa nemendur eina nýlega skáldsögu.
    ÍSLE2MB05 eða 5 einingar á öðru þrepi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • fornum norrænum textum
    • hugtökum í bókmenntafræði
    • þróun tungumálsins og helstu breyitngum frá fornu
    • orðaforða i íslensku nútímamáli
    • helstu hugtökum í ritgerðasmíð
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja og nota algeng stílbrögð í máli
    • tjá sig á blæbrigðaríkan hátt í öruggum málflutningi um afmörkuð málefni
    • beita gagnrýninni hugsun við hvers konar tjáningu
    • nota viðeigandi hjálpargögn á markvissan hátt
    • nota heimildir á réttan og heiðarlegan hátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • túlka texta þó merkingin sé ekki ljós
    • styrkja eigin málfærni með því að nýta upplýsingar í handbókum
    • taka þátt í málefnalegum umræðum, byggja upp skýra röksemdarfærslu, tjá afstöðu og efasemdir um efnið og komast að niðurstöðu
    • beita blæbrigðaríku máli í ræðu og riti
    • vinna að skapandi verkefnum tengdum námsefninu og sýna tilbrigði í málnotkun
    Námsmat byggir á leiðsagnarmati þar sem nemandinn fær endurgjöf á það sem vel er gert ásamt ábendingum um það sem betur má fara. Við námsmatið er nýtt kennaramat, sjálfsmat og jafningjamat. Leitast er við að hafa námsmat sem fjölbreyttast til þess að sýna rétta mynd af þekkingu, leikni og hæfni nemenda.