Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1465309060.11

    Íslenska - Mál- og menningarheimur barna og ungmenna
    ÍSLE3BU05
    159
    íslenska
    Barna- og unglingabókmenntir
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur kynnist þróunarsögu íslenskra barna- og unglingabókmennta. Fjallað er um sögu barnabókmennta aðallega á Íslandi. Auk þess að lesa valdar barnabækur lesa nemendur fræðigreinar sem fjalla um bókaflokkinn.
    ÍSLE2MG05 eða 10 einingar á öðru þrepi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • sögu og byggingu íslenskra barnabóka
    • mikilvægi þess að börn lesi og að lesið sé fyrir þau
    • afþreyingu sem stendur börnum til boða
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • átta sig á hvað einkennir góðar barna- og unglingabækur
    • fjalla af skilningi um hvers konar afþreyingu fyrir börn
    • nýta sér fræðileg vinnubrögð við úrvinnslu efnis
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • beita gagnrýninni hugsun við mat á margs konar efni fyrir börn og unglinga
    • átta sig á samfélagslegum skírskotunum, duldum boðskap og hugmyndum
    Námsmat byggir á leiðsagnarmati þar sem nemandinn fær endurgjöf á það sem vel er gert ásamt ábendingum um það sem betur má fara. Við námsmatið er nýtt kennaramat, sjálfsmat og jafningjamat. Leitast er við að hafa námsmat sem fjölbreyttast til þess að sýna rétta mynd af þekkingu, leikni og hæfni nemenda.