Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1465309101.43

  Íslenska - Nútímaskrif og lokaritgerð
  ÍSLE3RN05
  160
  íslenska
  nútímabókmenntir, ritgerðarsmíð
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur öðlist heildarsýn á íslenska bókmenntasögu og samfélagsleg tengsl hennar. Þá þjálfast nemendur í öruggri notkun bókmenntahugtaka. Einnig fá nemendur enn frekari þjálfun í ritun heimildaverka sem samræmast kröfum á háskólastigi.
  ÍSL3BS05 Bókmenntir síðari alda, túlkun og tjáning eða 10 einingar á þriðja þrepi
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • öllum stefnum í íslenskum bókmenntum fyrri og síðari alda
  • öllum helstu bókmenntahugtökum
  • megineinkennum íslensks máls
  • orðaforða sem nýtist við lestur íslenskra ritverka
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • skilja lykilhugtök og greina mismunandi sjónarmið í öllum gerðum ritaðs máls
  • nota viðeigandi stílbrögð og orðatiltæki í máli sínu
  • nota upplýsingar úr heimildum á viðurkenndan hátt
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • átta sig á samfélagslegum skírskotunum og duldum boðskap í bókmenntum
  • greina aðalatriði og beita gagnrýninni hugsun við úrvinnslu hvers konar krefjandi texta
  • tjá rökstudda afstöðu
  • flytja sannfærandi vel upp byggða ræðu eða kynningu á flóknu efni
  • meta og efla eigin málfærni og nýta til þess gagnrýni annarra
  • meta málfærni annarra með þekkingu sinni á íslenska málkerfinu
  • sýna þroskaða siðferðisvitund og víðsýni í málflutningi sínum
  • rita heimildaverk þar sem hann beitir gagnrýninni hugsun við úrvinnslu
  Námsmat byggir á leiðsagnarmati þar sem nemandinn fær endurgjöf á það sem vel er gert ásamt ábendingum um það sem betur má fara. Við námsmatið er nýtt kennaramat, sjálfsmat og jafningjamat. Leitast er við að hafa námsmat sem fjölbreyttast til þess að sýna rétta mynd af þekkingu, leikni og hæfni nemenda.