Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1465309371.39

  Íslenska - Yndislestur
  ÍSLE3YL05
  162
  íslenska
  Yndislestur
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur lesi sér til ánægju og þroska. Tilgangur áfangans er að kynnast fjölbreyttu úrvali þekktra íslenskra og erlendra ritverka. Lögð er mikil áhersla á sjálfstæð vinnubrögð nemenda og að þeir vinni eftir eigin áætlun sem þeir bera sjálfir ábyrgð á.
  ÍSL2MG05 Fornar bókmenntir og málsaga eða 10 einingar á öðru þrepi
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • mikilvægi lestrar
  • mismunandi tegundum ritverka
  • því hvernig ritverk endurspegla samfélagið í mismunandi löndum
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • greina aðalatriði texta og beita bókmenntahugtökum í umfjöllun um ritverk
  • beita gagnrýninni hugsun við úrvinnslu og túlkun
  • taka þátt málefnalegum umræðum eða rökræðum um bókmenntir
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • dýpka skilning sinn á ritverkum frá ólíkum löndum
  • auka og bæta málskilning og orðaforða
  • beita málinu á árangursríkan hátt við umfjöllun um ritverk
  • útskýra eigin sjónarmið til að komast að vel ígrundaðri niðurstöðu
  Námsmat byggir á leiðsagnarmati þar sem nemandinn fær endurgjöf á það sem vel er gert ásamt ábendingum um það sem betur má fara. Við námsmatið er nýtt kennaramat, sjálfsmat og jafningjamat. Leitast er við að hafa námsmat sem fjölbreyttast til þess að sýna rétta mynd af þekkingu, leikni og hæfni nemenda.