Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1465309404.36

    Íslenska - Spennusögur
    ÍSLE3SP05
    163
    íslenska
    Spennusögur
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur vinni að skapandi verkefnum þar sem lögmálum spennusagna er beitt. Nemendur lesa íslenskar og/eða erlendar spennusögur. Spennusöguformið verður skoðað og skilgreint og fjallað um stöðu spennusögunnar innan bókmennta. Einnig verða skoðuð tengsl spennusagna við aðra miðla svo sem kvikmyndir og sjónvarp.
    ÍSLE2MG05 eða 10 einingar á öðru þrepi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • einkennum bókmenntategundarinnar sögu og þróun spennusagnaritunar á Íslandi
    • stöðu bókmenntagreinarinnar
    • tengslum bókmenntagreinarinnar við aðra miðla svo sem kvikmyndir og sjónvarp
    • nokkrum verkum íslenskra og erlendra spennusagnahöfunda
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa og fjalla um spennusögur á gagnrýnin hátt
    • skoða og fjalla um tengsl greinarinnar við aðra miðla beita helstu bókmenntahugtökum í umfjöllun um spennusögur
    • flytja vel uppbyggða kynningu og geta greint atriði sem skipta máli
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • dýpka lesskilning sinn
    • auka og bæta orðaforða sinn
    • átta sig á samfélagslegum skírskotunum og duldum boðskap
    • auka skilning sinn og þekkingu á mannlegu atferli í gengum lestur spennusagna
    • beita málinu á viðeigandi hátt í ræðu og riti
    Námsmat byggir á leiðsagnarmati þar sem nemandinn fær endurgjöf á það sem vel er gert ásamt ábendingum um það sem betur má fara. Við námsmatið er nýtt kennaramat, sjálfsmat og jafningjamat. Leitast er við að hafa námsmat sem fjölbreyttast til þess að sýna rétta mynd af þekkingu, leikni og hæfni nemenda.