Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1465309651.59

  Íslenska - Skapandi skrif
  ÍSLE2RS05
  109
  íslenska
  Skapandi skrif
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur æfist í ritun skapandi verka. Einnig munu þeir fá þjálfun í að lesa yfir eigin verk, gagnrýna og taka gagnrýni. Umræður um skoðanir og rök fyrir þeim verða mikilvægur þáttur námsins.
  ÍSLE2MB05 eða 5 einingar á öðru þrepi
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • megineinkennum íslensks máls sem nýtast við ritun
  • góðri uppbyggingu texta
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • beita hnitmiðaðri notkun hjálpargagna við frágang ritsmíða
  • nota markviss vinnubrögð við ferilsritun
  • skilja og nota viðeigandi stílbrögð í ritmáli
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • beita máli og ritstíl sem hæfir mismunandi aðstæðum
  • sýna sköpunarhæfni og víðsýni í verkum sínum
  • skrifa skýran, vel uppbyggðan og grípandi texta
  Námsmat byggir á leiðsagnarmati þar sem nemandinn fær endurgjöf á það sem vel er gert ásamt ábendingum um það sem betur má fara. Við námsmatið er notað kennaramat, sjálfsmat og jafningjamat. Leitast er við að hafa námsmat sem fjölbreyttast til þess að sýna rétta mynd af þekkingu, leikni og hæfni nemenda.