Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1465309687.92

    Íslenska - Yndislestur
    ÍSLE2YL05
    110
    íslenska
    Yndislestur
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur lesi sér til ánægju og þroska. Nemendur kynnast úrvali þekktra íslenskra og erlendra ritverka. Lögð er mikið áhersla á sjálfstæð vinnubrögð nemenda og að þeir vinni eftir eigin áætlun sem þeir bera að mestu ábyrgð á.
    ÍSLE2MB05 eða 5 einingar á öðru þrepi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mismunandi tegundum bókmennta
    • mikilvægi lestrar
    • orðaforða umfram það sem tíðkast í daglegu máli
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja og nota algeng stílbrögð í tal- og ritmáli
    • að draga saman upplýsingar úr texta og ræða á málefnalegan hátt
    • að lesa sér til gagns og gamans bókmenntaverk, jafnt sem nytjatexta og fjalla um inntak þeirra
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • styrkja eigin málfærni
    • beita skýru og blæbrigðaríku máli í umfjöllun um bókmenntatexta
    • túlka texta þótt merkingin liggi ekki á yfirborðinu
    Námsmat byggir á leiðsagnarmati þar sem nemandinn fær endurgjöf á það sem vel er gert ásamt ábendingum um það sem betur má fara. Við námsmatið er nýtt kennaramat og sjálfsmat. Leitast er við að hafa námsmat sem fjölbreyttast til þess að sýna rétta mynd af þekkingu, leikni og hæfni nemenda.