Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1465309947.05

  Íslenska - Undirbúningsáfangi
  ÍSLE1UN05(01)
  91
  íslenska
  undirbúningsáfangi í íslensku
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Grunnþættir áfangans eru læsi í víðum skilningi og tjáning. Nemendur fá þjálfun í mismunandi lestraraðferðum. Áfanginn er ætlaður nemendum sem hyggjast ljúka framhaldsskólaprófi og nemendum sem hafa ekki náð lágmarksviðmiðum grunnskóla.
  engar
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • mismunandi lestraraðferðum og grunnhugtökum í textaumfjöllun
  • orðaforða umfram það sem tíðkast í talmáli
  • grundvallarreglum í ritun og tjáningu
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • lesa sér til gagns og gamans fjölbreytta texta
  • beita mismunandi málsniði í tal- og ritmáli
  • vinna stuttar endursagnir, lýsingar og kynningar
  • skrifa texta með skýrri og skipulegri framsetningu
  • nota leiðréttingaforrit og önnur hjálpargögn til lagfæringar eigin texta
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • túlka og meta atburðarás og persónur í textum
  • halda uppi samræðum og geta rökstutt eigin fullyrðingar
  • beita einföldum blæbrigðum í máli
  • semja stutta texta með viðeigandi málfari
  Námsmat byggir á leiðsagnarmati þar sem nemandinn fær endurgjöf á það sem vel er gert ásamt ábendingum um það sem betur má fara. Við námsmatið er nýtt kennaramat, sjálfsmat og jafningjamat. Leitast er við að hafa námsmat sem fjölbreyttast til þess að sýna rétta mynd af þekkingu, leikni og hæfni nemenda.