Grunnur lagður að vinnubrögðum í stærðfræði og byggt er ofan á grunn sem nemendur hafa lært í grunnskóla. Efni áfangans er talnareikningur, algebra, jöfnur, rúmfræði, hnitakerfi og föll.
B eða hærra úr grunnskóla eða 5 einingar á fyrsta þrepi
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
uppsetningu og lausn á jöfnum og formúlum
ýmsum reglum og beitingu þeirra t.d Pýþagorasreglan
hnitakerfi, hallatölum, skurðpunktum og öðru sem því tengist
einslögun, hlutföllum og hornaföllum í rétthyrndum þríhyrningi
beinni línu og fleygboga
hornaföllum í rétthyrndum þríhyrningi
helstu grunnhugtökum í tölfræði
notkun og úrvinnslu ýmissa tölfræðigagna
mengjum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
setja upp og leysa jöfnur og formúlur
nota mismunandi reglur stærðfræðinnar þegar við á
vinna úr og leysa ýmis dæmi tengd þríhyrningum
vinna úr og nýta tölfræðigögn
vinna með forrit eins og Excel og Geogebra
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
beita jöfnum og formúlum á réttan hátt við lausn ýmissa verkefna
nýta sér hornfallareikning í praktískum tilgangi
nota tölfræði í tengslum við raunveruleg úrlausnarefni
nýta Excel í daglegu lífi
Leiðsagnarmat þar sem vinna nemanda er metin jafnóðum allan námstimann með breytilegum verkefnum sem henta hverju sinni.