Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1465310933.05

  Stærðfræði - Vigrar og hornaföll
  STÆR2VH05
  164
  stærðfræði
  hornföll, vigrar o.fl.
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Í áfanganum er farið í hornafræði þríhyrnings. Nemendur eiga að kunna skil á hornaföllum sem hnit einingahring og þekkja lotu hornafalla og geta teiknað ferla sínus-, kósínus- og tangensfalla, fundið lotu og útslag og hliðrað ferlum. Gert er ráð fyrir að nemendur kanni hornaföll með tölvuforritum en einnig án þeirra. Nemendur læra skilgreiningar og reiknireglur á vigrum í sléttu og á hnitaformi. Áfanginn er hluti af sérhafingu raunvísindabrautar
  5 einingar á öðru þrepi
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • undirstöðuatriðum hornafræðinnar (gleiðhyrndir þríhyrningar, flatarmáls-, sínus- og kósínusreglan)
  • Hornaföllum og tengslum þeirra við einingahring
  • hornafallajöfnum
  • ferlum hornafalla (lota, útslag og hliðrun)
  • Bogamáli, gráðum og radíönum
  • Vigrum í sléttu og rúmi
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • nota hornaföll til þess að leysa verkefni
  • Leysa hornafallajöfnur
  • Teikna lotubundin föll og þekki einkenni þierra
  • finna nákvæm gildi hornafalla í gráðum og radíönum
  • Finna bogamál, gráður og radíana
  • beita vigurreikningi í sléttum fleti
  • nota tölvuforrit við lausn verkefna
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • skilja merkingu og tengsl hugtaka og geta unnið með þau
  • skilja röksemdir og röksamhengi í mæltum og rituðum, þar með taldar sannanir í námsefni.
  • Beita skipulegum aðferðum við að leysa úr viðfangsefnum og þrautum með því að setja upp jöfnur, ójöfnur, föll eða gröf
  • Skiptast á skoðumum við aðra
  • Útskýra hugmyndir sínar og verk skilmerkilega
  Leiðsagnarmat Í áfanganum er vinna nemenda metin jafnt og þétt s.s. með yfirliti kennara yfir vinnubók, samtali við nemendur, sjálfsmati, jafningjamati og kaflaprófum.