Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1465381607.33

  Líffæra- og lífeðlisfræði háriðna
  LÍFH1GB05(AH)
  1
  Líffæra- og lífeðlisfræði háriðna
  Grunnbraut
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  AH
  Nemandinn kynnist byggingu og starfsemi mannslíkamans og lífeðlisfræði hans. Nemandinn á að þekkja helstu hugtök líffærafræðinnar, starfsemi frumna, vefjagerðir auk helstu líffæra og líffærakerfa. Megináhersla er lögð á byggingu og starfsemi þekjukerfisins. Farið er í líffræði sem tengist þekjukerfinu og helstu sjúkdóma sem tengjast húð, hári og nöglum. Nemendur læra að þekkja innkirtla, stoð- og hreyfikerfi. Farið er í helstu efnatengi og efnafræði líkamans. Nemendur skoða húð, hár og neglur og kynnast þeim erfðaþáttum sem hafa áhrif. Nemandinn er þjálfaður í höfuðnuddi og lærir um helstu slökunarpunkta á höfði til að nýta við vinnu sína.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • starfsemi líkamans og lífeðlisfræði hans.
  • starfsemi frumna og helstu vefjagerðum.
  • helstu líffærum og líffrærakerfum.
  • þekjukerfinu.
  • helstu sjúkdómum sem tengjast þekjukerfinu.
  • helstu erfðaþáttum sem tengjast húð, hári og nöglum.
  • innkirtla-, stoð- og hreyfikerfi líkamans.
  • höfuðnuddi við þvott á hári.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • þekkja helstu sjúkdóma sem tengjast húð, hári og nöglum.
  • greina erfðaþætti sem hafa áhrif á húð og hár.
  • nota höfuðnudd í starfi sínu.
  • þekkja hin ýmsu efnatengi í líkamanum og tengja þekkinguna við þau efni sem nemandinn notar í starfi sínu.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • skynja og sjá tengsl milli þess sem hann sér hjá viðskiptavini sínum og þeirra verkefna sem unnin eru.
  • skilja hvernig þekjukerfið vinnur, áhrif sjúkdóma á líkamann og hvernig þeir geta komið fram hjá viðskiptavini með þvi að tengja það ólíkum verkefnum áfangans.
  • geta valið sér ákjósanlega leið í varðveislu gagna og framsetningu á efni, bæði á rafrænu og áþreifanlegu formi.
  Símat.