Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1465381696.91

    Enska - byrjunaráfangi
    ENSK1BY05
    77
    enska
    Lestur, málfræði og málnotkun (byrjunaráfangi í ensku), ritun
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Grunnþættir tungumálanáms þjálfaðir. Lögð er áhersla á rétta málnotkun, að nemendur geti tjáð sig í töluðu og rituðu máli og tekið þátt í samræðum. Nemendur lesa styttri texta, hlustun og myndefni notað sem efniviður við ýmiss konar æfingar.
    Að hafa lokið grunnskólaprófi í ensku með lágmarkseinkunn C eða ENSK1UE05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Helstu málfræðiatriðum og orðflokkum
    • Helstu málfræði atriðum og að geta nýtt þau í töluðu og rituðu máli
    • Grunvallaratriðum hvað varðar að tjá sig með hagnýtum orðaforða
    • Mismunandi eiginleikum tungumáls hvað varðar ritað mál og talað
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Skilja talað mál um kunnugleg efni
    • Lesa texta á eigin áhugasviði eða um kunnugleg efni
    • Skrifa samfelldan texta um kunnuglegt efni
    • Beita grundvallarreglum um ritað og talað mál
    • Nýta sér uppflettirit, s.s. orðabækur, t.d. á veraldarvefnum
    • Skrifa stutta texta og einfaldar ritgerðir
    • Halda uppi samræðum á ensku
    • Nota mismunandi aðferðir til að læra helstu málfræðiatriði, svo sem lestur og glósur
    • Lesa og skilja einfalda texta, svo sem blaðagreinar, bæklinga og stuttar skáldsögur með það að markmiði að auka orðaforða sinn og afla upplýsinga
    • Undirbúa og flytja stuttar kynningar um valið efni
    • Hlusta á enska tungu og skilja inntak efnisins
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Lesa og skilja almenna, einfalda texta og segja frá þeim í aðalatriðum
    • Tala og skrifa um kunnuglegt efni eftir mismunandi aðstæðum
    • Miðla og hagnýta almenna þekkingu og færni og taka þátt í samræðum um efni sem hann þekkir eða hefur áhuga á ...sem er metið með... munnlegum og skriflegum verkefnum
    • Beita málkerfinu á mismunandi hátt eftir aðstæðum, bæði munnlega og skriflega
    • nota ýmis hjálpargögn við skrift á samfelldum texta, svo sem orðabækur og leiðréttingarforrit
    • Hlusta eftir upplýsingum og nota í umræðum um kunnugleg málefni
    • Greina frá aðalatriðum ýmiss konar texta og finna upplýsingar í texta til að svara einföldum spurningum
    • Geta aflað sér upplýsinga upp á eigin spýtur og hagnýtt sér þær upplýsingar í námi
    Notast er við fjölbreytt námsmat sem tekur mið af þekkingu, leikni og hæfni nemandans. Leiðsagnarmat/Símat