Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1465382190.71

    Enska - Inngangur að málvísindum
    ENSK3IM05
    141
    enska
    Inngangur að málvísindum
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Almenn málvísindi eru þverfagleg vísindi og því upplagt að tengja námið og námsefnið við t.d. félagsfræði (félagsmálvísindi), sálfræði (psycholinguistics, neurolinguistics), sögu, heimspeki, tölvunarfræði (computational linguistics), og svo framvegis. Skoðaðar verða helstu hugmyndir og hugmyndasmiðir málvísindanna með aðaláherslu á þá þróun sem átt hefur sér stað á 20.öldinni ásamt því sem litið verður til framtíðarinnar hvað varðar mátækni og notkun hennar í þróun gervigreindar og annar notkunar sem tengjast samskiptum manns og tölvu.
    Nemandi verður að hafa lokið amk. 10 einingum á 2.þrepi eða hafa sýnt fram á framúrskarandi árangur í þeim tungumálaáföngum sem nemandinn hefur lokið.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu hugmyndum og stefnum málvísinda
    • þeirri félagsfræði og heimspeki sem liggur að grunni nútímamálvísinga
    • málbreytingum frá einum tíma til annars
    • þeirri heimspeki sem liggur til grunnvallar forn- og nútíma málvísindum
    • að öll tungumál/tjáskipti geta verið skoðuð útfrá meir en einu sjónarhorni
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • þekkja og greina tungumál og almenn tjáskipti
    • greina málvísindi á félagsfræðilegum grunni
    • leita upplýsinga um sérhæft efni
    • skoða tungumál og tjáskipti útfrá mismunandi kenningum/stefnum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilja þær hugmyndir og hugtök sem beitt er innan málvísinda
    • beita fræðilegum vinnubrögðum við úrvinnslu efnis
    • fjalla um málvísindi á almennan sem og fræðilegan máta
    • geta gert grein fyrir mismunandi hugmyndum og tímabilum málvísindanna
    • miðla þekkingu sinni og hugmyndum hvað varðar tungumál og tjáskipti
    • geta gert fyrir þeirri þróun sem hefur átt sér stað í málvísindum í gegnum aldirnar
    Leiðsagnar- og jafningjamat ásamt stuttum skriflegum könnunum