Bókmenntir (fjölbreyttir textar), menning, orðaforði, rannsóknir og ritun
Samþykkt af skóla
3
5
Bókmenntir (Shakespeare & nútímabókmenntir), menning, orðaforði, rannsóknir og ritun.
ENSK3OG05 eða fimm einingum á þriðja þrepi
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Stjórnmálum, fjölmiðlum og sögu og áhrifum þeirra á þjóðfélagsmótun í þeim löndum þar sem tungumálið er talað
Menningu þeirra þjóða þar sem tungumálið er talað sem og eigin menningu í alþjóðlegu samhengi
Orðaforða sem gerir nemenda kleift að tileina sér með góðu móti lesefni í áframhaldandi námi og/eða starfi
Hefðum sem eiga við um talað og ritað mál t.d. mismunandi málsnið
Uppruna tungumálsins og útbreiðslu, og skildleika þess við íslenskt mál
Þverfaglegum orðaforða til markvissrar notkunar í námi á háskólastigi
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Að þekkja og skilja vel sérhæfða texta á sviði sem nemandi þekkir
Að skilja almennt talað mál, jafnvel þar sem frásögn er ekki endilega skipulögð eða fullmótuð
Lestri, sér til ánægju eða upplýsingaöflunnar, texta sem gera miklar kröfur til lesenda, ýmist hvað varðar orðaforða og uppbyggingu eða myndmál og stílbrögð
Að geta tjáð sig af öryggi um margvísleg málefni hvort sem þau eru almenn eða persónulegs eðlis
Notkun tungumálsins á sveigjanlegan og árangursríkann máta í samræðum
Beita ritmálinu í mismunandi tilgangi, fræðilegum eða persónulegum, með stílbrigðum og málsniði sem við á og mætir hæfniviðmiðum þrepsins
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Nýta sér fyrirlestra, umræður og rökræður um efni sem nemandi þekkir eða getur aflað sér þekkingar á
Skilja sér til gagns þegar fjallað er um flókið efni tæknilegs eða fræðilegs eðlis
Átta sig á mismunandi málsniði og stíl í töluðu, sem og rituðu, máli og undirliggjandi tilgangi og viðhorfum þess sem talar/ritar
Geta lagt gagnrýnið mat á texta sem og hagnýtt sér fræðitexta og metið heimildir á gagnrýninn hátt
Beita málinu án meiriháttar vandkvæða til að geta tekið fullan þátt í umræðum og rökræðum þar sem fjallað er um persónuleg, menningarleg, félagsleg og fjölmenningarleg efni
Geta flutt vel uppbyggða frásögn, kynningu eða greinargerð og dregið fram aðalatriði og rökstutt mál sitt með dæmum og geta brugðist við fyrirspurnum
Beita rithefðum sem við eiga í textasmíð m.a. um inngang með efnisyrðingu, meginmál með vel afmörkuðum efnisgreinum og niðurlag
Vinna úr ýmsum upplýsingaveitum og fella saman í eina heild skv. þeim hefðum sem gilda um heimildarvinnu
Skrifa gagnorðan, skilmerkilegan og vel uppbyggðan texta sem tekur mið af því hver lesandi er
Skrifa texta með röksemdarfærslu þar sem fram koma rök með og á móti, og þau rök vegin og metin
Notast er við fjölbreytt námsmat sem tekur mið af þekkingu, leikni og hæfni nemandans.
Leiðsagnarmat/Símat