Nemandi fær frekari þjálfun í gerð verklýsinga og öðlast aukna leikni í upprúlli á permanenti með ólíkum spólugerðum. Gerðar eru auknar kröfur varðandi hraða og vandvirkni. Farið er í ýmis permanentefni og vinnuaðferðir og kennd greining hárs.
Unnið áfram með hárþvott og mismunandi tegundir næringarnudds.
Notast er við æfingahöfuð við verklega þjálfun.
HPEM1GB02AH
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
mismunandi tegundum permanentefna og notkun þeirra.
gerð verklýsinga í permanenti.
mismunandi tegundum höfuðnudds.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
framkvæma mismunandi upprúll fyrir permanent með tilliti til útkomu.
velja og nota ýmsar spólugerðir með tilliti til útkomu.
gera spjaldskrár og verklýsingar.
framkvæma hárþvott og höfuðnudd.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
meðhöndla hárið á viðeigandi hátt fyrir og eftir meðferð.
rúlla upp a.m.k. þremur tegundum mismunandi permanents.